Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433804453.17

    Ritun og tjáning, undirstöðuatriði
    ÍSLE2AL05
    80
    íslenska
    Almenn málnotkun og læsi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Grunnþættir: Læsi, lýðræði og mannréttindi. Í þessum áfanga er lögð áhersla á læsi, ritun, tjáningu, sköpun og málnotkun, lestur mismunandi texta s.s. blaðagreina, ljóða, skáld- og smásagna og fjölbreytta úrvinnslu. Nemendur skiptast á skoðunum, rökræða og tjá sig jafnt munnlega sem skriflega. Lögð er áhersla á lesefni sem eykur orðaforða og glæðir málvitund og unnið með málsnið og málnotkun. Nemendur þjálfist í ritun texta af ýmsu tagi með áherslu á byggingu og frágang ritaðs máls, að nota fjölbreytt orðalag og æfi sig í notkun hjálpargagna. Nemendur kynnist grunnhugtökum bókmenntafræðinnar, myndmáli og bragfræði, þjálfist í beitingu þeirra við greiningu, túlkun og sköpun texta. Frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæð vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.
    Grunnskólapróf
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum og reglum sem gilda um ritsmíðar
    • ýmiss konar orða - og handbókum og gagnlegum vefsíðum um mál og málnotkun
    • orðaforða sem nægir til að skilja íslenskt nútímamál
    • mismunandi tegundum bókmennta og grunnhugtökum bókmenntafræði
    • mismunandi tegundum texta og málsniði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota viðeigandi hjálpargögn við frágang ritsmíða
    • kynna verkefni sín munnlega
    • nota blæbrigðaríkt og viðeigandi mál í ræðu og riti
    • lesa sér til gagns og gamans bókmenntaverk og nytjatexta og fjalla um efni þeirra
    • rita rökfærsluritgerðir þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun og kemur skoðunum sínum á framfæri
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • auka og styrkja eigin orðaforða og málhæfni t.d. með því að nýta sér hjálpargögn
    • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdarfærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
    • skrifa ritgerð þar sem hann kemur skoðunum sínum á framfæri á greinargóðan hátt
    • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið
    • lesa texta, greina þá og túlka út frá hugtökum bókmenntafræðinnar
    Símat