Í áfanganum er byggt á þeim hugtökum og þekkingu sem nemendur unnu með í undanfara áfangans (EFNA2AT02). Samtímis því verður unnið áfram að þjálfun þeirra vinnubragða sem notuð eru við nám í þessari grein. Nemendur vinna saman í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: efnatengi og punktaformúlur (Lewis myndir), hlutföll í efnajöfnum, helstu tegundir efnabreytinga, formúlumassi efna, tala Avogadrosar og mólhugtakið, reynsluformúlur efna, magnbundnar upplýsingar úr stilltum efnajöfnum, takmarkandi hvarfefni, rafvakar, fellingarhvörf, sýrur og basar, oxun og afoxun, styrkur lausna og þynningar, títrun.
EFNA2AT02
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
efnatengjum og efnajöfnum
stillingu efnajafna
helstu tegundum efnabreytinga
mólhugtakinu
hlutföllum efna í efnajöfnum
mólstyrk efna í vatnslausn
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
meðhöndla tölur og mælistærðir í efnafræði
nota lotukerfi og jónatöflu
setja upp efnajöfnu og stilla hana
beita mólhugtakinu og vinna með tengsl þess við hlutföll í efnajöfnum
framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum þeirra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
nota gögn eins og lotukerfi, jónatöflur og aðrar töflur við lausn verkefna
lesa úr efnatáknum og efnajöfnum
gera sér grein fyrir samspili efnafræði, stærðfræði og annarra náttúrufræðigreina
meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar.