Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433855599.35

    Framkvæmdir og vinnuvernd
    FRVV1FB05
    1
    Framkvæmdir og vinnuvernd
    Fagbóklegt
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    FB
    Í áfanganum er fjallað um bygginga- og mannvirkjagerð með áherslu á verkferli og öryggismál. Nemendur læra um undirbúning og upphaf framkvæmda, hlutverk og ábyrgð einstakra fagstétta, skipulag og stjórnun á vinnustað, samstarf og samskipti, áætlanagerð og gæðastýringakerfi. Kennd er skyndihjálp, rétt líkamsbeiting, notkun hlífðarbúnaðar, meðferð hættulegra efna, umgengni við rafmagn og farið yfir notkun hjálpartækja og búnaðar við mismunandi verk. Að lokum er gerð grein fyrir námsleiðum í bygginga- og mannvirkjagreinum á framhalds- og háskólastigi. Kennsla fer aðallega fram með fyrirlestrum og verkefnavinnu en í skyndihjálp er jafnframt lögð áhersla á sýnikennslu og verklegar æfingar. Efnisatriði/kjarnahugtök: Húsasmíði, múraraiðn, pípulagnir, málaraiðn, dúkalögn og veggfóðrun, húsgagnasmíði, sveinn, meistari, löggiltar iðngreinar, arkitekt, verkfræðingur, tæknifræðingur, byggingafræðingur, framhaldsskólar, iðnnám, tækniháskólar, háskólar, undirstöður, burðarvirki, fokheld bygging, tilbúin til innréttingar, fullgerð án lóðarfrágangs, fullgerð bygging, byggingafulltrúi, byggingastjóri, úttektir, gæðastjórnun, skipulagning verkframkvæmda, kynning á lögum og reglum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, öryggistrúnaðarmaður, öryggisnefnd, slysatilkynning, slysaflokkun, orsakir slysa, bakáverkar, blástursmeðferð, brunasár, beinbrot, endurlífgun, eitranir, hálsáverkar, heilablæðing, hitakrampi, heilahristingur, læst hliðarlega, sár, bráð veikindi, umbúðir, verkpallur, stigi, búkki, líkamsbeiting, hlífðarbúnaður einstaklinga, öryggisbúnaður við mismunandi verk, hættuleg efni, brunavarnir, kynning á lögum um brunavarnir, eldvarnareftirlit, rafmagn á vinnustað, förgun spilliefna, rykmengun og loftmengun, öryggisstefna, ábyrgð, slysatryggingar, kjara- og ráðningarsamningar, brot og viðurlög, spenna, straumur, afl, kló, kapall, yfirálagsvörn, bræðivari og aðalvari, aðalrofi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • öryggismálum á vinnustað, meðhöndlun hættulegra efna, skyndihjálp, slysum af völdum rafmagns og vörnum gegn þeim
    • gerð og notkun algengasta hjálparbúnaðar í byggingariðnaði
    • gerð og notkun búkka og stiga við mismunandi störf
    • uppbyggingu og öryggisatriðum mismunandi verkpalla
    • varúðarráðstöfunum í óloknum byggingum og mannvirkjum
    • grunnþáttum áætlanagerðar og gæðastýringarkerfis
    • hefðbundnu byggingaferli frá hugmynd til lokaúttektar
    • grundvallaratriðum laga og reglugerða um skipulags- og byggingarmál
    • hugtakinu vistvæn byggingarstarfsemi
    • stíl- og fagurfræði bygginga og mannvirkja
    • grunnatriðum gæðastjórnunar og verkskipulags , grundvallaratriðum hollustuhátta og vinnuverndar
    • orsökum og afleiðingum algengra vinnuslysa; helstu forvörnum gegn kali, ofkælingu og ofhitnun; skipulagi öryggismála og fyrirbyggjandi aðgerðum; lögum og reglugerðum um vinnuvernd og öryggismál
    • aðferðum til að gera úttektir á öryggismálum vinnustaða
    • réttindum og skyldum iðnaðarmanna varðandi öryggismál
    • grunnatriðum og hugtökum sem tengjast virkni rafbúnaðar
    • reglum um umgengni og umhirðu rafbúnaðar, grundvallaratriðum í samningum og lögum um ráðningu starfsfólks og slysatryggingar
    • námsleiðum í bygginga- og mannvirkjagreinum á framhalds- og háskólastigi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota rétta líkamsbeitingu og viðeigandi hlífðarbúnað í starfi
    • velja og nota viðeigandi hjálparbúnað
    • umgangast rafmagn og rafmagnstæki á byggingavinnustöðum
    • skipuleggja mismunandi verkþætti /verkferla
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • veita slösuðum eða veikum einstaklingi fyrstu hjálp á vettvangi
    • framkvæma frumskoðun og mat á slösuðum einstaklingi
    • bregðast rétt við lostástandi og dauðadái
    • meta og bregðast rétt við áverkum og sárum s.s. við beinbrot og bruna
    • veita skyndihjálp við bráðum sjúkdómum s.s. sykursýki og flogaveiki
    • sinna minniháttar tengingum og fyrirbyggjandi viðhaldi
    • fylgja eftir gæðastýringu/eftirliti
    • stjórna á vinnustað
    • velja sér námsleið að loknu grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina á framhalds- og háskólastigi
    Æskilegt er að nemendur vinni verkefni í áfanganum þar sem þeir gera úttekt á byggingarvinnustað og skoða m.a. öryggisþætti og kynna niðurstöður sínar. Að öðru leyti byggist námsmatið á könnunarprófum og prófi í lok annar.