Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433945152.37

    Bókagerð - Bókband og bókverk
    BÓKA1BB01
    1
    Bókagerð
    Bókband og bókagerð
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Í áfanganum eruhelstu undirstöðuaðferðir við bókagerð kynntar. Nemendur kynnast hefðbundnum efnum og áhöldum til bókagerðar sem og eiginleikum mismunandi pappírs, kartons og aðferða við samsetningu bóka. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð en jafnframt persónulega nálgun við verkefnið. Nemendur skoða uppsetningu og frágang bóka eftir ýmsa hönnuði. Einnig er fjallað er um bókverkið sem listaverk og sýnd dæmi um bókverk eftir ýmsa myndlistarmenn.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • margvíslegum tegundum bóka og bókverka
    • mismunandi efnum og aðferðum við bókagerð
    • listgildi bókverka
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með mismunandi efni og áhöld til bókagerðar
    • tefla saman innihaldi og útliti bókar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • búa til einfalt bókverk þar sem hugmynd, útlit og frágangur spila saman