Algebra, talningafræði, tölfræði og líkindareikningur
Samþykkt af skóla
2
5
Áfanganum er ætlað að undirbúa nemendur undir áframhaldandi nám á alþjóða- og félagsgreinabrautum.
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist hvernig stærðfræði er notuð til að leysa margvísleg verkefni daglegs lífs.
Helst efnisþættir eru algebra, jöfnur, rökfræði og fjármál.
Stærðfræði af 1. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
undirstöðureglum algebrunnar.
jöfnum af 1. og 2. stigi.
algengum hugtökum í rökfræði.
fjármálum daglegs lífs.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita undirstöðureglum algebrunnar.
vinna með jöfnur af 1. og 2. stigi.
nota algeng hugtök í rökfræði og finna raunhæfar lausnir á þrautum.
meta mismunandi kosti í fjármálum daglegs lífs.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá lausnir sínar skipulega og skiptast á skoðunum við aðra
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
greina og hagnýta upplýsingar í töluðu eða rituðu máli, myndrænt eða í töflum
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geti unnið með þau