Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434116255.47

    Teikning 3 - Tilraunastofa
    TEIK3TS05
    2
    teikning
    tilraunir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Markmið áfangans er að stuðla enn frekar að aukinni færni nemenda í teikningu. Nemendur eru hvattir til að kanna hvernig nýta má teikninguna til tjáningar og sem miðil fyrir rannsóknir og hugmyndir. Nemendur kynnast ólíkum tegundum af pappír og gera margvíslegar tilraunir með myndbyggingu, áherslupunkta, áferð, skyggingu og línu. Unnið er með teikningu í rými og rík áhersla er lögð á svigrúm til persónulegrar úrvinnslu. Nemendur rýna í og fjalla um eigin verkefni og félaga sinna, sem og umhverfi sitt. Verk eftir ýmsa listamenn eru greind og rædd á grunni myndbyggingar. Ennfremur kynnast nemendum ýmsum störfum í atvinnulífinu sem krefjast leikni í teikningu.
    TEIK2MG03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • teikningunni sem verkfæri til rannsókna og sem miðli í mjög víðum skilningi
    • mismunandi eiginleikum pappírs og teikniáhalda
    • margvíslegu gildi teiknikunnáttu fyrir þátttöku í atvinnulífinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota teikninguna sem verkfæri tilrauna og rannsókna á margvíslegum viðfangsefnum
    • vinna með fjölbreytt teikniáhöld og ólíkan pappír
    • nota skissubók sem leið til að skrásetja ferli frá hugmynd til niðurstöðu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna sjálfstætt að verki sínu allt frá hugmynd að lokaafurð
    • gera persónulegar rannsóknir á viðfangsefni sínu og koma niðurstöðunum á framfæri í fullgerðu verki
    • fjalla um eigið verk og annarra og tengja það við verk úr lista- og hönnunarsögunni með greinandi hætti