Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434122992.25

    Litafræði 1 - Eiginleikar og virkni
    LITA1EV03
    2
    litafræði
    Eiginleikar og virkni lita
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Markmið áfangans er að nemendur kynnist eiginleikum og virkni lita. Unnið er með grunnlitina þrjá, svart og hvítt. Nemendur vinna margvísleg verkefni undir leiðsögn kennara, blanda liti, kanna ljósmagn, litatóna, vægi og innbyrðis áhrif og virkni lita í umhverfi. Þá rannsaka nemendur andstæður og samstæður og þátt litarins í myndbyggingu og fjarvídd.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • litahringnum út frá þremur frumlitum
    • ljósmagni lita, grátónaskala og litatónum
    • eiginleikum lita, heitra og kaldra, andstæðra og samstæðra og áhrifum lita á myndbyggingu og fjarvídd
    • helstu kenningum um eðli lita, hvernig litir verða til og hvernig við skynjum þá
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • blanda liti og vinna markvisst með litatóna og ljósmagn lita
    • beita markvissri litanotkun í myndbyggingu
    • vinna með grátónaskala
    • skapa fjarvídd með litum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • blanda liti og nota á markvissan hátt við gerð persónulegra myndverka
    • koma auga á þætti í myndlistar- og hönnunarverkum sem mótast sérstaklega af litanotkun
    • greina samhengi milli viðfangsefnis og litanotkun í lista- og hönnunarverki