Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434459959.5

    Tölfræði, talningafræði og líkindafræði.
    STÆR2LT05
    126
    stærðfræði
    líkindareikningur, talningafræði, tölfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað er um töluleg gögn og myndræna framsetningu á þeim. Farið er í undirstöðuhugtök úr lýsandi tölfræði, talningafræði, mengjafræði, líkindareikningi og einföld tölfræðileg próf. Við lausn verkefna eru notuð tölvuforrit.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðuhugtökum úr lýsandi tölfræði, s.s. miðsækni, tíðni og dreifingu.
    • undirstöðuatriðum í mengjafræði og einföldum mengjareikningi
    • helstu reglum talningafræðinnar
    • tvíliðustuðlum og Pascalsþríhyrningnum
    • líkindum og líkindadreifingu ásamt einföldum reglum sem gilda í líkindareikningi.
    • fylgni.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrá lausnir sínar skipulega
    • nota mengi og Vennmyndir til að leysa verkefni
    • leysa talningafræðileg vandamál
    • nota fjölbreytt vinnubrögð við flokkun og vinnslu tölfræðilegra gagna
    • finna fylgni og gera einfalda spá
    • nota forrit til að leysa ýmis tölfræðileg viðfangsefni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skiptast á skoðunum við aðra
    • útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
    • beita ólíkum aðferðum við framsetningu tölfræðilegra viðfangsefna.
    • útskýra merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • vinna með röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta.
    Verkefnavinna og próf.