Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434620113.8

    Íþróttagrein-knattspyrna
    ÍÞRG1KN02
    25
    íþróttagrein
    knattspyrna
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í áfanganum læra nemendur undirstöðuatriði í knattspyrnu. Lögð er áhersla á knatttækni og leikfræði fyrir byrjendur. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Farið er yfir helstu atriði í þjálffræði barna og mikilvægi þess að leikurinn sé greindur sundur í stuttar einingar, leikæfingar. Nemendur þjálfist í kennslu knattspyrnu. Áfanginn er bóklegur og verklegur.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • að leiðbeina börnum á mismundandi aldri í knattspyrnu í samráði við kennara
    • leikfræði
    • skipulagi á þjálfun fyrir börn og unglinga
    • leikreglum
    • helstu þjálfunaraðferðir
    • mikilvægi á fjölbreyttum tækni- og leikæfingum í knattspyrnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Búa til tímaseðla fyrir mismunandi aldur knattspyrnu iðkanda
    • beita flautu og dæma knattspyrnu
    • beita mismunandi þjálfunaraðferðum með ákveðin markmið að leiðarljósi svo sem þol, kraft og tækni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta leiðbeint ýmsum aldurshópum í knattspyrnu í samráði við kennara
    • geta búið til tímaseðla, vikuáætlun og mánaðaráætlun með ákveðinn aldur í huga
    • geta beitt fjölbreyttum aðferðum við knattspyrnuþjálfun í samráði við kennara