Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434705394.2

    Vinnustaðanám í hestamennsku – fyrri hluti
    VINH2FH10
    2
    Vinnustaðanám í hestamennsku
    Fyrri hluti
    Samþykkt af skóla
    2
    10
    Í áfanganum fer fram kynning og verkleg þjálfun á ýmsum störfum í hestamennsku. Meginviðfangsefni áfangans er að nemandinn fái að aðstoða við og framkvæma helstu verk sem unnin eru varðandi hrossahald starfsnámsstaðarins og auki þar með þekkingu sína, verkfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Fái innsýn í stjórn og rekstur tamningastöðvar/hrossabús/hestatengds ferðaþjónustufyrirtækis svo og þjálfun í mannlegum samskiptum. Nemandinn á að fylgjast með andlegu og líkamlegu heilbrigði hesta s.s. ástandi járninga, heilbrigði fóta ásamt fóðurástandi og almennu heilbrigði. Nemandinn heldur dagbók yfir allt tímabilið þar sem koma fram lýsingar á daglegri vinnu auk lista yfir unnar klukkustundir og skrifar verklýsingar á verkþáttum starfsnámsins. Lögð er áhersla á að starfsneminn fái að aðstoða við umsjón og hirðingu hesta á starfsnámsstaðnum og fái tækifæri til að aðstoða við grunnþjálfun á a.m.k. 3 hestum. Starfsþjálfunin fer fram að sumri. Það þarf að skila minnst 240 klukkustundum á ekki skemmri tíma en 6 vikum til að uppfylla skilyrði áfangans. Vinnutíminn skal falla að því starfi sem fram fer á starfsnámsstaðnum. Nemandi finnur sér sjálfur starfsnámsstað og umsjónarmann, sem verkefnisstjóri skólans þarf að samþykkja áður en starfsnám hefst. Hlutverk umsjónarmanns er að stjórna starfsnáminu á staðnum, kenna nemandanum og meta framvindu námsins.
    HEST1GF05, REIM1GF05, FÓHE2HU03, VINU2FH02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Viðteknum starfsaðferðum og vinnulagi sem nýst getur í hestamennsku
    • Starfs- og ábyrgðarsviði starfsnema á starfsnámsstað
    • Hirðingu og fóðrun hrossa
    • Mismunandi vinnuaðferðum, nálgun við þjálfun hesta
    • Mati á andlegu og líkamlegu heilbrigði hrossa
    • Grunnþjálfun hesta
    • Hringteymingum og vinnu við hönd
    • Markvissum vinnubrögðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Tileinka sér viðeigandi vinnubrögð á starfsnámsstað
    • Leggja rétt mat á einfaldar aðstæður og taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi verklag.
    • Umgangast hesta og annast þá á réttum og öruggum forsendum
    • Leggja mat á andlegt og líkamlegt heilbrigði hesta.
    • Nota helsta búnað og aðstöðu sem fylgir greininni.
    • Hugsa rétt um hesta, fóðra þá og annast þá með tilliti til andlegs og líkamlegs heilbrigðis þeirra.
    • Nýta sér fjölbreyttan búnað og aðstöðu í greininni.
    • Nýta sér markviss og fjölbreytt vinnubrögð við grunnþjálfun hrossa
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Sinna grunnþáttum er lúta hirðingu, fóðrun og aðbúnaði hesta
    • Umgangast hesta og annast þá á réttum forsendum
    • Leggja rétt mat á einfaldar aðstæður og taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi verklag.
    • Grunnþjálfa hesta með mismunandi þjálfunaraðferðum.
    • Greina rétta og góða járningu fótstöðu.
    • Meta andlegt og líkamlegt heilbrigði hesta
    Rétt útfyllt ferilbók