Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434967365.97

    Þýska 2
    ÞÝSK1ÞB05
    71
    þýska
    hlustun og ritun, lesskilningur, tal
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Unnið er að frekari færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð. Nemendur þurfa í auknum mæli að tjá sig munnlega og textar verða smám saman lengri og þyngri. Haldið er áfram að flétta inn í kennsluna upplýsingum um menningu og staðhætti þýskumælandi landa.
    ÞÝSK1ÞA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans
    • notkun tungumálsins til að mæta markmiðum áfangans bæði munnlega og skriflega
    • helstu grundvallarþáttum málkerfisins
    • þýskumælandi löndum, menningu þeirra, samskiptavenjum og siðum þjóðanna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt og fylgja einföldum munnlegum fyrirmælum
    • lesa lengri og þyngri texta sem innihalda algengan orðaforða og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
    • afla sér einfaldra, hagnýtra upplýsinga og taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir með því að beita kurteisis- og málvenjum við hæfi
    • tjá sig á einfaldan hátt um liðna atburði, eigin tilfinningar og viðhorf
    • segja einfalda sögu, lýsa liðnum atburðum, reynslu og persónum í stuttu máli með því að beita orðaforða og framburði á sem réttastan hátt
    • skrifa stutta texta í nútíð og liðinni tíð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt
    • skilja talað mál um kunnugleg efni
    • skilja meginatriði lengri og þyngri texta sem innihalda algengan orðaforða
    • geta metið eigið vinnuframlag og kunnáttu
    • tileinka sér jákvætt viðhorf til þýskunámsins og öðlast trú á eigin getu í faginu.