Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434973144.54

    Lyfjafræði á sjúkraliðabraut
    LYFJ2LS05(AV)
    6
    Lyfjafræði
    lyf, sjúkrastofnanir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Í áfanganum er farið í lyfjaskrár, ATC-flokkunarkerfi lyfja, geymslu og fyrningu lyfja, lyfjaform og ýmsar skilgreiningar sem tengjast lyfjum. Farið er í helstu lyf sem notuð eru við hjarta- og æðasjúkdómum, geðsjúkdómum, öndunarfærasjúkdómum, húðsjúkdómum, sykursýki, verkjum og svefnvandamálum. Eins er minnst á sýklalyf, meltingarfæralyf og lyf við Alzheimer sjúkdómi. Fjallað er um lyf og lyfjaflokka, verkun lyfja, aukaverkanir, milliverkanir og helmingunartíma lyfja. Farið er almennt í lyfjaskrár og notkun á þeim.
    SJÚK2GH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu sérlyfjaskrár
    • ATC-flokkunarkerfi lyfja
    • ýmsum algengum skilgreiningum sem tengjast lyfjum
    • hugtökum sem notuð eru varðandi frásog, dreifingu, umbrot og útskilnað lyfja
    • helstu lyfjaformum, kostum þeirra og göllum
    • áhrifum hjarta- og æðasjúkdómslyfja, geðlyfja, öndunarfæralyfja, húðlyfja, sykursýkislyfja, verkjalyfja og svefnlyfja
    • helstu flokkum lyfja við Alzheimer sjúkdómi og áhrifum sýkla- og meltingarfæralyfja
    • helstu auka- og milliverkunum ofangreindra lyfja
    • blóðþéttnikúrfum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leita að upplýsingum um lyf á netinu
    • flokka sérlyf eftir ATC-flokkunarkerfinu
    • reikna út helmingunartíma lyfja
    • aðstoða skjólstæðinga við notkun á ýmsum lyfjaformum, þar sem við á
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla algengum upplýsingum um ofangreind lyf til skjólstæðinga þar sem við á
    • átta sig á tengslum aukaverkana lyfja við verkun þeirra
    • sýna skilning á verkun ofangreindra lyfja með tilliti til verkunarmáta þeirra
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.