Vinnustaðanám fer fram í eldhúsi heilbrigðisstofnana eða stóreldhúsum með starfsleyfi. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf matartækna. Í upphafi tímabils setur nemendi sér fagleg markmið í vinnustaðanámi. Kennari, leiðbeinandi og yfirmaður bera sameiginlega ábyrgð á vinnustaðanáminu.
Í áfanganum lærir nemandi á helstu tæki og búnað í stóreldhúsum. Farið er í allar helstu matreiðsluaðferðir og algengasta hráefni til matargerðar með áherslu á íslenska matargerð. Áhersla er á fæðutengdar ráðleggingar Embættis Landlæknis um hollari matargerð. Unnið er eftir gæðastöðlum um innra eftirlit, HACCP.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
aðferðum og vinnulýsingum sem lúta að sérhæfðum verkferlum matreiðslu
vinnuskipulagi fyrir eigin vinnu og mikilvægi vinnuskipulags á vinnustað
vinnu við undirbúning og grunnmatreiðslu, s.s. kalda rétti og salöt
vinnu við frágang og þrif á vinnustað
skömmtunarfyrirkomulagi vinnustaðar og skammtastærðum
móttöku og innra eftirliti vinnustaðar
hreinlætisáætlunum á vinnustað
almennri matseðlagerð
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skipuleggja sérhæfða verkferla í samræmi við fyrirliggjandi verkefni
undirbúa salat og kaldar sósur
undirbúa og matreiða grænmetis-, grjóna- og pastarétti
undirbúa og matreiða alla helstu hádegisverðarrétti og nota til þess algengar íslenskar kjöt- og fiskafurðir
matreiða helstu íslenska þjóðarrétti
matreiða helstu íslenska þjóðarrétti
nota skammtastærðir vinnustaðar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra vinnuferla sem byggja á aðferðafræði er lýtur að matreiðslu almenns fæðis með áherslu á fæðutengdar ráðleggingar Embættis landlæknis
skipuleggja verkferla og verkefnalista og vinna eftir þeim í matreiðslu á almennu fæði
meta störf sín og annarra í matreiðslu á hlutlægan hátt
sýna fram á ábyrgð í umgengni á vinnustað
Fjölbreytt námsmat, sjá nánari útfærslu í kennsluáætlun.