Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1435700187.64

    Lokaverkefni
    LOVE3LV05
    3
    Lokaverkefni
    Lokaverkefni
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn er unninn á síðustu námsönn og er markmiðið að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum og efla með þeim gagnrýna hugsun og ályktunarhæfni. Nemandi velur sér viðfangsefni tengt þeirri braut sem hann hefur valið sér og skipuleggur í samráði við kennara sem leiðbeinir honum í gegnum verkefnið. Áhersla er lögð á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð. Nemandi kynnir sér efnið til hlítar og gerir því skil í lokaverkefni sem getur verið í formi heimildaritgerðar, rannsóknarskýrslu, tölvuleikjar, myndbands, bókagerðar, heimasíðu eða annars sem nemandi og kennari koma sér saman um. Miðað er við að nemendur vinni verkefnið sem einstaklings- eða sem paraverkefni sem gefur aukna möguleika á þverfaglegu samstarfi. Í lok annar kynna nemendur verkefni sín í málstofu. Lokaverkefnið er góður undirbúningur fyrir háskólanám þar sem það þjálfar nemendur m.a. í öflun og meðferð heimilda, að meta fræðileg gögn sem tengjast viðfangsefninu, að koma þekkingu sinni á efninu fram á skýran hátt og að skrifa læsilegan texta.
    Að nemandi hafi lokið 165 einingum til stúdentsprófs.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu reglum um heimildanotkun og skráningu í samræmi við APA kerfið
    • helstu rannsóknaraðferðum við vinnslu verkefnisins
    • helstu aðferðum við úrvinnslu og mat heimilda
    • helstu aðferðum við framsetningu efnis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja verkefnið með ábyrgum og sjálfstæðum hætti
    • sýna frumkvæði og skapandi nálgun
    • afla sér fjölbreytta og fræðilegra heimilda um efnið
    • beita viðurkenndum reglum um meðferð og úrvinnslu heimilda
    • tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um eigið verkefni
    • taka þátt í samvinnu ef við á
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja fram niðurstöður sínar á aðgengilegan og skýran hátt, t.d. í heimildaritgerð, rannsóknarskýrslu, tölvuleik, myndbandi, bókagerð, heimasíðu eða með öðrum hætti þar sem gerð er grein fyrir undirbúningi, framkvæmd, úrvinnslu og niðurstöðum verkefnisins
    • greina, tjá sig og meta eigin verkefni og annara af þekkingu, víðsýni og virðingu
    • sýna frumkvæði og skapandi hugsun
    • takast á við ný og krefjandi verkefni
    Leiðsagnarmat, sjálfsmat og jafningjamat. Til grundvallar matinu er m.a. dagbók nemanda þar sem verkáætlun er sett fram, sjálfstæði í vinnubrögðum, efnistök, málfar og stíll, meðferð heimilda, frágangur verkefnis og kynning á lokaafurð í málstofu.