Viðfangsefni áfangans eru kraft -, liðleika- og þolþjálfun með sérstaka áherslu á langhlaup. Nemendur stunda tvær æfingar á viku undir handleiðslu kennara, vinna ýmis bókleg verkefni og kynna sér efni á vefnum samkvæmt fyrirmælum kennara.
ÍÞRF2ÞJ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi góðrar og vel uppsettrar upphitunar sem hluti af æfingu
hvernig hægt er að bæta liðleika, kraft og þol með skipulögðum æfingum
hinni fjölbreyttu hreyfingu sem frjálsar íþróttir bjóða uppá
þeim reglum sem gilda í keppni í langhlaupum
grunntækniatriðum íþróttagreinarinnar við það að iðka hana
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skipuleggja og framkvæma góða upphitun til undirbúnings fyrir æfingu
útbúa eigin æfingaáætlun til að bæta kraft og þol út frá líkamlegu formi og getu viðkomandi
útfæra og framkvæma tækniatriði langhlaupa
framkvæma liðleikaæfingar á réttan og árangursríkan hátt
fara eftir gildandi reglum í keppni í langhlaupum
ræða um viðfangsefnin á faglegan hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
undirbúa og stjórna eigin upphitun
útbúa eigin æfingaáætlanir til að bæta þol, liðleika og kraft
meta mikilvægi þess að finna sér hreyfingu sem viðkomandi hefur áhuga á
halda sér í góðu líkamlegu formi
geta tekið þátt í umræðum um viðfangsefnin á faglegan og uppbyggilegan hátt
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar. Nemendur þurfa að uppfylla skilyrði um mætingu og virkni í tímum. Áfanginn er metinn út frá verkefnaskilum, mætingu, virkni, færni og áhuga.