Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1439819778.95

    KYNJAFRÆÐI
    KYNJ3IN04
    6
    kynjafræði
    inngangur
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    Í áfanganum er farið í grunnhugtök kynjafræðinnar. Fjallað er um staðalmyndir, kynhlutverk, kyngervi, feðraveldi, stöðu og sögu jafnréttismála og jafnréttisbaráttu á Íslandi og erlendis, kynbundið ofbeldi, mansal og klám og klámvæðingu svo eitthvað sé nefnt. Einnig er fjallað um dægurmál sem tengjast kynjafræði og daglegu lífi nemenda. Fjallað verður sérstaklega um þátt fjölmiðla og félagsmótunaraðila með gleraugum kynjafræðinnar. Eitt af meginmarkmiðum áfangans er að vekja ungt fólk til meðvitundar um réttindi sín hvað varðar jafnréttismál.
    ÍSLE2RB05 ÍSLE2BG05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum kynjafræðinnar
    • kynjaðri umræðu í fjölmiðlum og umhverfi sínu
    • stöðu kynjanna í samfélaginu
    • á birtingarmyndum kynjaskekkju í nærsamfélagi og frá alþjóðlegu sjónarhorni
    • mismunandi mótun kynjanna út frá menningu, umhverfi og tíma
    • á sögu jafnréttisbaráttunnar og stöðu karla og kvenna í íslensku samfélagi, fyrr og nú
    • helstu aðferðum og viðfangsefnum kynjafræðinnar
    • réttindum er varða jafnréttismál
    • klámi og áhrifum þess á kynheilbrigði
    • kynbundnu ofbeldi og mörgum birtingarmyndum þess, svo sem mansali og kynferðislegu ofbeldi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita hugtökum kynjafræðinnar á viðfangsefni áfangans
    • rökræða dægurmál út frá sjónarhorni kynjafræði
    • líta á samfélagið frá sjónarhorni kyns og kyngervis með gagnrýnum augum
    • rýna í menningu og átta sig á stöðu kynjanna eins og hún birtist þar
    • greina áhrif kynjakerfisins á fjölskylduna og heimilið, skólagöngu og vinnumarkaðinn
    • greina stöðu og staðalmyndir kynjanna í fjölmiðlaefni, námsefni og almennri umræðu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skoða umhverfi sitt með gleraugum kynjafræðinnar
    • setja sig í spor annarra
    • bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum
    • tengja menningu samfélagsins, gildi og verðmæti við eigið líf
    • tjá hugsanir sínar og tilfinningar í tengslum við jafnrétti í rökréttu samhengi
    Verkefnavinna 80% Frammistöðumat 20%