Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1441297064.35

    Almenn hönnun: Hönnun, nýsköpun og frumkvöðlamennt
    HÖNN3NF05(FB)
    7
    hönnun
    Frá hönnun til markaðssetningar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Í áfanganum fá nemendur innsýn í hvernig markaðsfræði fjallar um leiðina frá hugmynd að vöru. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist fjölbreytileika hönnunar og markaðslögmálum greinarinnar við atvinnulífið í formi nýsköpunar, vöruþróunar, menningar, lista og stílsögu. Vinna nemendur með frjálsan hugbúnað sem henta við hugmyndavinnu og hönnun. Fjallað verður um ýmsa grunnþætti varðandi hráefnis- og vöruþekkingu og lög og reglugerðir. Mikilvægt er að nemendur átti sig á hlutverki þekkingar í hönnun og nýsköpun. Nemendum verði ljós gagnsemi hönnunar ásamt fjölbreyttum starfsvettvangi í samfélaginu, geti skilgreint markaði og markhópa, fái innsýn í viðskiptaáætlun, s.s. hlutverk, stefnu, markmið, sölumál, samkeppni, greiðsluáætlun með það að markmiði að setja upp pop-up verslun. Fái leiðbeiningu um hvernig og hvar hægt er að sækja um styrki til ákveðinna verkefna. Farnar eru vettvangsferðir í tengslum við námsefnið. Nemendur halda dagbók, útbúa viðskiptaáætlun sem hópaverkefni og kynna hver fyrir öðrum. Að endingu er sett upp sýning eða sölubás.
    UPPT2UT05 — Upplýsingatækni og tölvunotkun
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugmynda-, skipulags og hönnunarvinnu í tölvu og fríum forritum sem eru á markaðnum
    • hlutverki hönnunar- og markaðsgreina í tengslum við atvinnulíf, þróun og nýsköpun
    • fyrirtækjum, menntunarmöguleikum, stofnunum, lögum og reglugerðum, réttindum og skyldum sem heyra undir hönnunar- og markaðsgreinar
    • mikilvægi starfskynninga og því að fylgjast með framleiðanda í atvinnulífinu
    • framleiðslu- og markaðsferli á vöru eða þjónustu
    • hvernig hugmynd er breytt í söluvöru og hvernig framleiðsla og sala tengist kröfum og réttindum neytenda
    • hönnunarlögum, hönnunarvernd og einkaleyfum
    • tengslum greinarinnar við menningu og listir
    • starfs- og markaðsfærni greinarinnar í formi nýsköpunar, vöruþróunar og markaðssetningar
    • gagnsemi hönnunar í umhverfi okkar og samtímanum
    • gerð styrkumsókna og hvaða leiðir eru í boði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina þarfir, tækifæri og möguleika við hönnun og framleiðslu á hlut í tengslum við vettvangs- og vinnustaðaheimsóknir í atvinnulífinu
    • tengja námið við framhaldsnám eða þátttöku í atvinnulífi
    • nýta þekkingu og reynslu úr atvinnulífinu og bera saman við eigin reynsluheim
    • greina hvað hefur áhrif á neysluvenjur, breyttar þarfir, tækniframfarir og nýjungar
    • greina sambandið milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og niðurstaðna
    • skynja hvernig hönnun, framleiðsla og markaðssetning helst í hendur
    • greina það ferli sem fyrirtæki þurfa að fara í gegnum til þess að koma vöru/þjónustu í sölu
    • greina hvernig verki er skipt upp í verkþætti, verkaskiptingu og framleiðsluferli með gerð áætlana og styrkumsókna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér upplýsingatækni og frjálsan hugbúnað við hönnun, hugmynda- og verkefnavinnu á skapandi hátt
    • greina þarfir, tækifæri og möguleika við hönnun og framleiðslu á nytjahlut
    • geta tengt námið við framhaldsnám eða með þátttöku við atvinnulífið
    • greina samband milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og niðurstaðna
    • greina það ferli sem fyrirtæki þurfa að fara í gegnum til þess að koma vöru og þjónustu í sölu með þátttöku í söluviðburðum
    • hafa innsýn í skipulagningu og viðburði á sviði hönnunar
    • geta borið saman og gagnrýnt hönnun í samtímanum í umræðum og rituðu máli.
    • geta gert vandaða umsókn og skýrslu og kynnt hana viðeigandi aðilum
    • getað endurskapað eigin atvinnu eða skapað eigin tækifæri
    Símat, jafningjamat, dagbók, vinnumappa, skýrsla, lokaverkefni.