Áfanginn er ætlaður nemendum sem æfa keppnisíþrótt með viðurkenndu íþróttafélagi. Áhersla er lögð á grunnþætti, s.s. þol, styrk, liðleika, samhæfingu, snerpu, tækni og hraða. Framkvæmdar eru mælingar á þessum þáttum sem nemendur nýta sér við að setja sér markmið í þjálfuninni og útbúa þjálfunaráætlun. Jafnframt hljóta nemendur fræðslu um næringu íþróttamanna, íþróttameiðsli, lyfjamál og markmiðssetningu. Til þess að geta tekið áfangann þurfa nemendur að skuldbinda sig til að neyta hvorki áfengis né tóbaks á meðan nám í áfanganum varir. Íþróttakennari annast þann hluta áfangans sem snýr að almennri fræðslu en sérhæfðari tækniþjálfun fer fram undir stjórn þjálfara í þeirri íþróttagrein sem nemandinn æfir.
AÍÞR1AÍ02(51)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi þess að þjálfun sé markviss og skipulögð
líkamlegu formi og hvernig það er þjálfað markvisst og skipulega
markmiðssetningu til lengri og skemmri tíma og mikilvægi þess að setja sér mælanleg og raunhæf markmið
uppbyggingu þjálfunaráætlunar til lengri og skemmri tíma
áhrifum lifnaðarhátta á heilsu og árangur
mikilvægi fjölbreytileika í þjálfuninni og ólíkum gerðum æfinga, s.s. endurheimtaræfingum, fyrirbyggjandi æfingum og sérhæfðum líkamlegum æfingum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja sér markmið til lengri tíma
meta líkamlegt form sitt með mælingum
meta kosti og galla sína sem íþróttamaður í þeirri íþróttagrein sem nemandinn iðkar
útfæra og framkvæma sérhæfðar styrktar- og tækniæfingar
meta fjölbreytt hreyfiform við endurheimt og viðhald líkamlegrar getu
setja upp þjálfunaráætlun til lengri tíma þar sem unnið er með þau markmið sem nemandi hefur sett sér.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja sér markmið og útbúa þjálfunaráætlun til lengri tíma sem tekur til mikilvægustu þátta þjálfunar út frá líkamlegu formi og getu viðkomandi ...sem er metið með... þol- og þrekmælingum
framkvæma þjálfunaráætlun sem hann hefur sjálfur sett upp ...sem er metið með... frammistöðu á æfingum og skilum á þjálfunaráætlun
meta líkamlegt ástand sitt og velja sér æfingar út frá því ...sem er metið með... þol- og þrekmælingum ásamt þjálfunaráætlun
tileinka sér heilsusamlega lifnaðarhætti ...sem er metið með... lífstílskönnunum.
Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggist á því að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvar hann stendur í náminu. Meðal námsmatsþátta eru mælingar og þjálfunaráætlun auk ýmissa verkefna og kannana sem unnin eru jafnt og þétt yfir önnina.