Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1442913973.66

    Erfðafræði
    LÍFF3EF05
    50
    líffræði
    erfðafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um klassískar Mendelskar erfðir en einnig sameindalíffræði og erfðatækni. Frumuskiptingar, bygging DNA, próteinmyndun, kynákvörðun, tengsl gena, litningabreytingar, stofnfrumur og þróunar- og stofnerfðafræði eru m.a. til umfjöllunar. Úrlausnir verkefna um m.a. einfaldar erfðir á sjálflitningum og kyntengdar erfðir eru hluti af náminu.
    LÍFF2GR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnlögmálum og lykilhugtökum erfðafræðinnar
    • sögu erfðafræðinnar
    • frumuskiptingum, kynfrumumyndun og kynákvörðun
    • byggingu DNA og litninga, afritun og próteinmyndun
    • stökkbreytingum á erfðaefni og tengsl við þróun
    • helstu rannsóknaraðferðum sem beitt er í erfðatækni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • bera saman mítósu og meiósu
    • skoða ættartré til að rekja erfðir
    • setja upp reitatöflur og reikna út líkur á að ákveðnir eiginleikar erfist milli kynslóða
    • tengja basaröð í DNA við amínósýrusamsetningu próteina og nota erfðalykilinn
    • reikna hlutföll arfgerða og tíðni gena í stofnum í erfðajafnvægi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta tekið rökstudda afstöðu til erfðafræðilegra dægurmála
    • taka upplýsta afstöðu í umræðum um ýmis siðferðisleg álitamál erfðatækninnar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá