Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1442920043.78

    Umferðarfræði fyrir starfsbraut
    UMFE1SB01
    1
    Umferðarfræði
    Umferðarfræði fyrir starfsbraut
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Kennt er samkvæmt námsskrá til undirbúnings almennu ökuprófi. Helstu þættir námsefnisins eru: Próf og kröfur til ökumanna, búnaður bílsins, umferðarmerki, yfirborðsmerkingar, umferðarstjórn, um akstur bifreiða, umferðarreglur, lög, tryggingar, refsingar, slysahjálp o.fl. Farið er yfir námsefni sem lagt er til grundvallar almennu ökuprófi með áherslu á lög, reglur og viðhorf til umferðar með áherslu á jákvæð viðhorf til tillitssemi og ábyrgðar í umferðinni. Nemendum er m.a. kennt að nýta sér efni sem er að finna á Netinu, bæði fræðsluefni og próf. Þá eru farnar vettvangsferðir út í umferðina þar sem fræðilegi hlutinn er tengdur við raunverlulegar aðstæður í umferðinni. Unnið er markvisst að undirbúningi nemenda fyrir almennt ökupróf.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu flokkum ökuréttinda og aldurskröfum
    • gerð og búnaði ökutækja
    • grunnreglum umferðarréttar s.s. hægri reglunni og varðúðarreglunni
    • helstu hugtökum sem tengjast akstri og umferð
    • helstu mannlegum þáttum sem koma við sögu í umferðinni
    • umferðarmerkjum, öðrum umferðarmerkingum og umferðarstjórn
    • grunnatriðum fyrstu hjálpar og aðgerða á slysstað
    • skyldutryggingum og frjálsum tryggingum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina frá helstu flokkum ökuréttinda og aldurmörk sem þeim fylgja
    • greina frá helstu reglum um gerð og búnað ökutækja
    • fara eftir grunnreglum í umferðarétti s.s. hægri reglunni og varðúðarreglunni
    • skilja og greina frá helstu hugtökum sem tengjast akstri
    • skilja og greina frá mannlegum þáttum sem áhrif hafa á umferðarhegðun einstaklinga
    • þekkja og fara eftir umferðarmerkjum og öðrum umferðarmerkingum
    • þekkja og greina frá helstu grunnatriðum fyrstu hjálpar
    • aðgreina mismundandi tegundir trygginga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • haga sér með ábyrgum hætti í umferðinni hvort heldur er sem gangandi eða akandi vegfarandi
    • fara eftir og virða umferðarlög og umferðarreglur
    • taka tillit til annarra vegfarenda og sýna þeim tilhlýðilega varúð
    • undirbúa bóklegt ökunám
    Námsmat fer fram með símati byggðu á forsendum hvers og eins nemanda.