Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1443104615.88

    Almenn enska, upprifjun II
    ENSK1AS05(FB)
    51
    enska
    Almenn enska (ritun-tal-lestur-hlustun-samskipti)
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    FB
    Þessi áfangi miðast við B1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Megintilgangur áfangans er að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart ensku, bæði rituðu máli og töluðu. Mikil áhersla er lögð á hið talaða mál, bæði frásagnir og almenn samskipti. Lesefni áfangans er af ýmsum toga, bæði blaða- og tímaritsgreinar og bókmenntatextar. Beitt er ólíkum lestraraðferðum, bæði hraðlestri og nákvæmnislestri. Ritunarverkefni eru bæði frjáls ritun og ritun sem byggir á lesefni áfangans. Rík áhersla er lögð á samvinnu nemenda í kennslustundum, bæði varðandi tal- og ritmál. Einnig er áhersla lögð á notkun hjálpartækja, t.d. orðabóka, þar með orðabóka á netinu.
    Lokaeinkunn úr grunnskóla C, C+ eða B eða ENSK1AR105.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallaratriðum enskrar málfræði
    • grunnorðaforða til skilnings á textum og töluðu máli um kunnugleg efni og einnig til ritunar um sömu efni
    • mismun á töluðu og rituðu máli
    • afmörkuðum þáttum í menningu og mannlífi enskumælandi þjóða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnuglegt efni
    • skilja almenna texta með orðaforða úr daglegu lífi
    • mynda setningar um kunnugleg efni, þ.m.t. með námsefni
    • taka þátt í almennum samræðum, t.d. á ferðalögum erlendis, um kunnugleg efni
    • beita grundvallarkurteisisvenjum í samtölum
    • skrifa stuttan samfelldan texta um kunnuglegt efni, þar með námsefni, hugðarefni og áhugamál
    • beita grunnreglum málfræðinnar í rituðu máli
    • beita nýjustu upplýsingatækni við enskunotkun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja almennt einfalt daglegt mál, þ.m.t. úr kvikmyndum og öðru afþreyingarefni
    • skilja almenna einfalda texta um kunnugleg efni
    • skilja stuttar blaða- og tímaritsgreinar um almenn efni og námsefni
    • lesa sér til ánægju, t.d. bókmenntir eða um hugðarefni sín, og geta tjáð sig um efnið
    • takast á við margvíslegar aðstæður í almennum samskiptum og beita eðlilegum kurteisisvenjum
    • miðla efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á
    • skrifa stutta, samfellda texta um persónuleg efni eða áhugamál og efni sem tengist námsefni áfangans
    Sérstakt ritunarpróf og munnlegt próf. Kennaraeinkunn sem byggir að mestu á heimavinnu nemenda. Þar má nefna málfræðiverkefni, orðaforðaverkefni, stuttar ritgerðir og stuttar kannanir úr lesefni, þ.m.t. skáld- og smásögum. Skriflegt lokapróf í lok annar.