Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1443189130.4

    Hráefnisfræði-Sláturiðn
    SLÁT1HS05
    14
    Slátrari
    Hráefnisfræði - Sláturiðn
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Markmið áfangans er að nemendur fái undirstöðuþekkingu í ræktun á íslensku búfé, áhrif fóðrunar á gæði og líffærafræði sláturdýra. Í áfanganum er fjallað um uppbyggingu vöðva og vöðvaheiti. Rætt er um heilbrigðis- og gæðamat á kjöti og heilbrigðisstimplun.
    Enginn
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Uppruna íslensks búfjár og helstu búfjársjúkdómum
    • Áhrifum fóðrunar á gæði kjöts.
    • Beinabyggingu búfjár og vöðvategundum
    • Tilgangi heilbrigðis- og gæðamats.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita viðurkenndum aðferðum skv. lögum og reglum við kjötmat.
    • Framkvæma gæðamat á kjöti.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Vinna samkvæmt góðum starfsháttum í sláturhúsum og matvælafyrirtækjum með hliðsjón af lögum og reglugerðum hvað varðar dýravernd, meðferð sláturdýra, flutningi á sláturdýrum og aðferðum við slátrun.
    • Vinna samkvæmt gæðakerfi HACCP.
    Skriflegt lokapróf 50% , verkefnaskil, virkni, mæting o.fl 50%. Á skriflegu prófi skal reyna á þekkingu nemenda á efnisatriðum og getu hans til að færa útskýra þekkingu sína og tengsl ólíkra efnisþátta.