Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1443189504.71

    Slátrun - bókleg
    SLÁT1SB05
    16
    Slátrari
    Slátrun - bókleg
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Markmið áfangans er að nemendur fái undirstöðuþkkingu í góðri meðferð sláturdýra fyrir slátrun s.s deyfingu, raförvun aflífun, stungu/blóðtæmingu, fláningu, innanúrtöku, snyrtingu kjöts og verkun sláturafurða. Í áfanganum er fjallað um móttöku sláturdýra, mismunandi deyfingar og aflífunaraðferðir, kosti og galla aðferðanna m.t.t dýraverndar og gæði kjöts. Kenndar verða réttar stunguaðferðir og afleiðingar þeirra, mikilvægi notkunar á réttum vinnubrögðum við fláningu með hreinlæti, gæði skrokka, gæra og húða og geymsluþols kjöts í huga. Rætt er um vinnubrögð við innanúrtöku, heilbrigðisskoðun og hindrun smits vegna innihalds úr meltingarvegi. Farið er í snyrtingu og sýnatöku vegna hollustu, örgyggis og rekjanleika matvæla. Nemendur læra snyrtingu á kjötskrokkum og innyflum þ.e hversu mikið á að snyrta, hvernig og hversvegna. Nemendur kynnast hirðingu og meðferð á blóði, hausum, líffærum, vömbum, görnum, kirtlum o.fl. Farið verður yfir lög og reglugerðir um dýravernd, útbúnað sláturhúsa og íslenska matvælalöggjöf með áherslu á matvælaöryggi kjötafurða.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Meðferð sláturdýra fyrir slátrun og helstu ráð til að koma í veg fyrir galla á skrokkum og kjöti
    • Viðurkennd vinnubrögð við aflífun/deyðingu á sláturdýrum
    • Stungu/blóðtæmingu á sláturdýrum(ekki fiðurfé)
    • Viðurkennd vinnubrögð við fláningu m.t.t til hreinlætis, gæða á skrokkum, gærum og húðum og geymsluþols kjöts
    • Viðurkennd vinnubrögð við innanúrtöku og röðun innyfla vegna heilbrigðisskoðunar
    • Snyrtingu kjöts og verkun sláturafurða, umhirðu á innyflum, blóði, hausum, líffærum, vömbum, görnum, kirtlum o.fl
    • Áhrifum raförvunar á meyrnun kjöts
    • Lögum og reglum hvað varðar dýravernd, flutning sláturdýra, meðferð sláturdýra og aðverðir við slátrun.
    • HACCP og tengsl þess við meðferð sláturdýra, öryggis matvæla, útbúnað sláturhúsa, þrifa og sótthreinsunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita viðurkenndum aðferðum hvað varðar meðferð sláturdýra fyrir slátrun s.s flutning sláturdýra, móttöku, aflífun/deyfingu, stungu/blóðtæmingu, flátningu, innanúrtöku, snyrtingu og verkun
    • Tryggja og varðveita gæði og öryggi matvæla m.t.t hættu á smiti og örveruvexti í matvælum við vinnslu sláturdýra og meðferð tóla og tækja við slátrun.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Vinna samkvæmt góðum starfsháttum í sláturhúsum og við matvælaframleiðslu með hliðsjón af lögum og reglugerðum hvað varðar dýravernd, meðferð sláturdýra, flutningi á sláturdýrum, aðferðum við slátrun og íslenskri matvælalöggjöf.
    • Vinna eftir HACCP
    Skriflegt lokapróf 50%, verkefnaskil, virkni, mæting o.fl 50%. Á skriflegu prófi skal reyna á þekkingu nemenda á efnisatriðum og getu hans til að færa rök fyrir þekkingu sinni og tengsl ólíkra efnisþátta.