Markmið áfangans er að nemendur fái undirstöðuþekkingu í vinnuferli slátrunar hvað varðar meðferð sláturdýra eftir slátrun s.s úrgangslosun, frystingu, geymslu hráefnis og geymsluþol. Nemendum verða kenndar viðurkenndar vinnuaðferðir við hárlosun/hárbyrstingu svína, helstu atriði í uppbyggingu húðar á svínum, hitastig, helstu galla og orsakir þeirra. Farið verður í meðferð á gærum og húðum, flokkun, skemmdir og frágang við afhendingu og mat. Lög og reglugerðir um losun og frágang á sláturúrgangi og tengsl þáttanna við gæðahandbók, verkferla og HACCP verður rætt.
Nemendum verður kynntir þeir þættir íslenskrar matvælalögjafar er tengjast slátrun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Viðurkenndum aðferðum við hárlosun/hárbrystingu svína.
Viðurkenndum aðferðum við meðferð á húðum og gærum s.s flokkað gærur og húðir, metið skemmdir og gengið frá þeim á viðurkenndan hátt til afhendingar og mats.
Meyrnun kjöts og áhrifum raförvunar á meyrnun kjötsins.
Geymslu kjötafurða s.s frystingu og geymsluþol.
Lögum og reglugerðum hvað varðar losun og frágang á úrgangi og tengslum þeirra við HACCP.
Þeim þáttum íslenskrar matvælalöggjafar er lýtur að slátrun.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Beita viðurkenndum aðferðum samkvæmt lögum og reglum við meðferð sláturafurða eftir slátrun.
Beita viðurkenndum aðferðum samkvæmt lögum og reglum við meðferð á tólum, tækjum og úrgangi eftir slátrun
Tryggja og varðveita gæði og öryggi matvæla m.t.t hættu á smiti og örveruvexti í kjöt, tól og tæki tengd slátrun í sláturhúsum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Vinna samkvæmt góðum starfsháttum í sláturhúsum og matvinnslufyrirtækjum með hliðsjón af lögum og reglugerðum og íslenskri matvælalöggjöf.
Beita viðurkenndum aðferðum við þrif og sóttvarnir eftir slátrun.
Tryggja og varðveita gæði og öryggi matvæla m.t.t hættu á smiti og örveruvexti í kjöthráefni, tólum og tækjum tengdum slátrun í sláturhúsum.
Vinna samkvæmt HACCP.
Skriflegt lokaverkefni 50%, verklegar æfingar, sýnikennsla, heima og tímaverkefni, vettvangsheimsóknir og virkni í tímum.