Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1443190010.52

    Gæðakerfi
    SLÁT1GÆ03
    13
    Slátrari
    Gæðakerfi
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Markmið áfangans er að efla þekkingu nemenda á grundvallaratriðum HACCP og innra eftirliti í sláturhúsum. Nemendur fá innsýn í innleiðingu kerfisins og hvernig unnið er samkvæmt því. Í áfanganum ásamt tengdum áfanga, vinnustaðaþjálfun öðlast nemendur þekkingu og leikni í uppsetningu og vinnu við HACCP- kerfið. Fjallað er um hugmyndafræði HACCP- kerfisins, þróun og uppbyggingu, staðla, fyrirbyggjandi aðferðir og hættugreiningar. Rekjanleiki, úttektaráætlanir, forvarnir, undirbúningur og framkvæmd úttekta t.d gerð gátlista, skoðunarbækur, niðurstöður, úrbætur og eftirfylgni er rætt.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • HACCP gæðastjórnunarkerfinu, hugmyndafræði þess, þróun og uppbyggingu.
    • Hvernig HACCP hópur er settur saman.
    • Hættugreiningu s.s uppsetningu og notkun gæðahandbókar, gátlista, verklagsreglna, greiningartré, sýnatökur o.fl.
    • Mikilvægi fræðslu og hvatningar til annars starfsfólks varðandi notkun, viðhald og eftirfylgni á HACCP.
    • Vottun og úttekt á HACCP- kerfinu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Taka þátt í uppbyggingu HACCP- kerfis í sláturhúsi.
    • Taka tillit til íslenskra aðstæðna í áhættugreiningu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Taka ábyrgð á sláturtengdum verkum sem sérhæfður starfskraftur.
    • Skilja eðli gæðakerfa og vera meðvitaður um tilgang þeirra og nauðsyn.
    Símat sem felur í sér smærri hlutapróf og verkefni s.s að nemandi setji upp HACCP kerfi, innleiði og meti