Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1443190373.2

    Hreinlætis og örverufræði - sláturiðn
    SLÁT1HÖ03
    15
    Slátrari
    Hreinlætis og örverufræði- sláturiðn
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Markmið áfangans er að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu á uppruna, dreifingu, gerð, stærð og fjölgun örvera í matvælum. Fjallað er um gerla, sveppi og veirur. Áhrifaþættir á vöxt örvera eru teknir fyrir. Rætt er um smit, smitleiðir og helstu matarsýkingar af völdum örvera. Nemendur kynnast helstu rotvarnarefnum. Áhersla er lögð á mikilvægi þrifa og sótthreinsunar í tengslum við örverur og matvælavinnslu. Tekin eru fyrir helstu hreingerningarefni og aðferðir við þrif. Farið er yfir lög og reglugerðir er tengjast viðfangsefni áfangans og tengsl þess við HACCP.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Algengustu flokkum örvera og örvera er valda matarsjúkdómum.
    • Hegðun og útbreiðslu örvera í matvinnslufyrirtækjum með áherslu á hrávöru.
    • Hvað hefur áhrif á örveruvöxt í matvælum, tólum og tækjum matvinnslufyrirtækja.
    • Muninum á matareitrunum og matarsýkingum.
    • Salmonellu, Camphylobacter, E.coli, Vibrio, Listeria, Clostridium, Bacillus, Stapyllococcus o.sv.frv.
    • Hugtökunum smit og smitkeðja.
    • Helstu sótt og hreingerningarefnum sem notuð eru við þrif í matvinnslufyrirtækjum.
    • Muninum á hreinu og óhreinu svæði.
    • Íslenskri matvælalöggjöf hvað varðar heilbrigði hrávara.
    • Hvernig HACCP tengist ábyrgð slátrara á öryggi matvæla hvað örverur, þrif og sóttvarnir varðar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita viðurkenndum aðferðum er tryggja og varðveita gæði matvæla hvað varðar örverur og aðferðir við þrif og sótthreinsun á húsnæði, tólum og tækjum notuðum við slátrun.
    • Fylgja lögum og reglugerðum og verkferlum um meðferð hráefna, geymslu þeirra, hreinlæti, þrifa og sótthreinsun.
    • Fylgja verklagsreglum og skráningu hvað varðar rekjanleika og sýnatöku.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Vinna samkvæmt góðum starfsháttum í sláturhúsum og matvælafyrirtækjum með hliðsjón af lögum og reglugerðum og íslenskri matvælalöggjöf.