Iðnmeistaranemi lærir um mismunandi stjórnunarkenningar og hvernig hann getur nýtt sér þær við stjórnun í fyrirtækjum. Nemandinn lærir mikilvægi markmiða og hvernig hann getur náð markmiðum með áætlunum og eftirliti. Hann lærir að teikna skipurit fyrir fyrirtæki og tileinka sér notkun þeirra við stjórnun í fyrirtækjum. Hann lærir einnig um mikilvægi á notkun skipurita við stjórnun. Fjallað verður um mannauðsstjórnun og gerð grein fyrir hvernig mismunandi stjórnunarstílum er beitt í fyrirtækjum til að ná sem bestum árangri. Þá er nemandanum kynnt altæk gæðastjórnun og stjórnun á innra eftirliti ISO/HACCP.
Engar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þörfum fyrir stjórnun og skipulagningu í matvælafyrirtækjum til að sem mestum árangri verði náð í fyrirtækinu.
mikilvægi mannauðs í hverju fyrirtæki og hvernig unnt er að auka þann auð á markvissan hátt með mismunadi leiðum er varða endurmenntun og námskeiða halds fyrir starfsmenn.
mannlega þættinum við stjórnun fyrirtækja og hvernig mismundandi stjórnunarstílum er beitt við mismunandi aðstæður.
helstu stjórnunarkenningum sem notaðar eru í daglegum rekstri hverju sinni.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
móta stefnu fyrirtækja almennt en einnig út frá sér kröfum sem gerðar eru til matvælafyrirtækja.
greina þarfir viðskiptavina, starfsmanna og eigenda fyrirtækisins út frá rekstrarlegum kröfum sem gerðar eru hverju sinni.
tileinka sér fjármála- og markaðsþekkingu við stjórnun matvælafyrirtækja almenn og einnig á matvælasviði.
meta hvaða stjórnunarstíll hæfir hinum ýmsu verkefnum í fyrirtækinu hverju sinni og hvernig þeim er beitt.
taka faglegar ákvarðanir út frá fyrirfram gefnum forsendum og geta brugðist við óvæntum aðstæðu sem þarf að leysa með fagvitund að leiðarljósi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
stjórna fyrirtæki í hvers konar atvinnurekstri skv. þeim kröfum sem gerðar eru til rekstar fyrirtækja.
stýra hvers konar verkefna- eða hópavinnu innan fyrirtækisins og vera starfsfólki til stuðnings við slíka vinnu.
taka að sér alla umsýslu og utanumhald á stafmannahaldi fyrirtækisins.