Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1446845446.6

    Stillingar og eftirlit með vélbúnaði vélhjóla
    VÉLV3SE03
    None
    Vélfræði vélhjóla
    eftirlit, stilling vélarhluta
    for inspection
    3
    3
    AV
    Unnið út frá upplýsingum framleiðanda við algengar stillingar og eftirlit með vélbúnaði vélhjóla. Kenndar einfaldar ytri stillingar á hinum ýmsu vélarhlutum vélhjóla, svo sem stilliskrúfur blöndunga og samstilling þeirra þegar margir blöndungar tengjast saman. Kennd vinnubrögð við strekkingu og eftirlit með tímakeðjum og tímareimum. Sjálfvirkir strekkjarar skoðaðir. Kennd vinnubrögð við skipti á kertum og mat á ástandi þeirra. Kennd vinnubrögð og umgengni við olíu- og olíusíuskipti ásamt meðferð úrgangsolíu og notaðra sía. Kennd viðbrögð við leka á olíum, kælivökva og eldsneyti. Skoðuð skipti og eftirlit á loftsíum ásamt skipulegu viðhaldi samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.
    VÉLV2VT03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ytri stillimöguleikum blöndunga
    • einkennum slæmrar samstillingar blöndunga
    • einkennum og afleiðingum slaka á tímakeðjum og tímareimum
    • umgengnisreglum við eldsneyti, olíur og aðra vökva sem á vélunum eru
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • framkvæma stillingar á stilliskrúfum blöndunga
    • stilla saman virkni blöndunga
    • skipta á kertum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna eftir fyrirmælum framleiðanda vélhjóla
    • yfirfara strekkingu á tímakeðjum og tímareimum í vélhjólum
    • gæta að umhverfisáhrifum við meðhöndlun hinna ýmsu vökva sem eru á hjólunum
    • meta ástand kerta
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.