Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1446845822.73

    Uppbygging gírkassa í vélhjólum
    VÉLV3VG03
    None
    Vélfræði vélhjóla
    bilanir, gírkassi, ventalbúnaður, vélhjól
    for inspection
    3
    3
    AV
    Farið í virkni og uppbyggingu mismunandi gírkassa í vélhjólum. Hlutföll reiknuð yfir einstaka gíra. Rýnt í mögulegar bilanir eða skemmdir í tannhjólum gírkassa. Farið ítarlega í skiptibúnað gírkassanna (skiptitromlur og skiptiklær) skoðaðir möguleikar á bilunum í þessum búnaði. Ventlabúnaður skoðaður og farið yfir tilgang og gert mat á ástandi ventla, ventilstýringa, ventilþéttinga og ventilsæta. Skoðuð fyrirmæli framleiðanda og kynntur búnaður til fræsinga á ventlum og ventilsætum.
    VÉLV3EV03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu mismunandi gírkassa í vélhjólum
    • einkennum bilana í gírkössum vélhjóla
    • búnaði í kring um ventla í strokklokum vélhjóla
    • einkenni bilana í ventlabúnaði vélhjóla
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • framkvæma viðgerðir á gírkössum vélhjóla
    • framkvæma viðgerðir á ventlabúnaði vélhjóla
    • greina bilanir í gírkössum vélhjóla
    • greina bilanir í ventlabúnaði vélhjóla
    • reikna gírhlutföll
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta ástand gírkassa í vélhjólum
    • meta ástand ventlabúnaðar í vélhjólum
    • nýta fyrirmæli og upplýsingar framleiðanda til að greina bilanir
    • meta ástand ventla, ventilstýringa, ventilþéttinga og ventilsæta
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.