Uppbygging sveifarása og stimpilstanga í vélhjólum
VÉLV3SS03
None
Vélfræði vélhjóla
kambás, legur, stimpilstangir, sveifarásar
for inspection
3
3
AV
Farið yfir uppbyggingu sveifarása og stimpilstanga í vélhjólum. Mismunandi gerðir af sveifaráslegum kynntar. Kennt að mæla rýmd í hvítmálmslegum og meta ástand þeirra út frá mæliniðurstöðum. Farið yfir hlutverk kambása og mismunandi útfærslu þeirra og mismunandi fjölda eftir byggingu vélanna. Hlutverk kamba og kambás lega skoðað. Farið yfir stillingu kambása út frá vinnuhring vélarinnar. Kennt að meta ástand á kömbum og kambáslegum. Fjallað um samsetningar véla og frágang á þeim. Ítrekað mikilvægi hreinlætis og vandaðra vinnubragða við viðgerðir á vélbúnaði vélhjóla.
VÉLV3VG03
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu mismunandi sveifarása og stimpilstanga
mismunandi gerðum lega á sveifarásum
hlutverki kambása í vélunum
mismunandi samsetningu á vélum
mikilvægi hreinlætis og vandaðra vinnubragða við viðgerðir á vélbúnaði vélhjóla
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
mæla rýmd í legum
stilla inn kambása út frá vinnuhring vélarinnar
framkvæma samsetningar á flóknum vélarhlutum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta ástand sveifarása og stimpilstanga í vélum
meta ástand lega út frá mælingum og upplýsingum framleiðanda
meta ástand kambása og kambáslega í vélhjólum
útskýra hlutverk kamba og kambáslega
útskýra samsetningar véla og frágang þeirra
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.