Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1446846232.4

    Rafkerfi vélhjóla og íhlutir þeirra
    RAVV2RV03
    None
    Rafmagnsfræði vélhjóla
    rafkerfi vélhjóla, teikningar
    for inspection
    2
    3
    AV
    Farið yfir rafkerfi vélhjóla og íhluti þeirra. Teikningalestur og teikning rafkerfis. Farið yfir algengustu útfærslur af rafteikningum. Nemendur teikna upp einfalt rafkerfi. Farið í helstu mælitæki sem notast við bilanaleit.
    Að minnsta kosti 5 einingar í rafmagnsfræði
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu íhlutum rafbúnaðar í vélhjólum
    • helstu mæli- og prófunartækjum sem notast við rafkerfi vélhjóla
    • algengustu útfærslum af rafteikningum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa úr algengustu teikningum af rafkerfum vélhjóla
    • teikna einfalt rafkerfi vélhjóls
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • finna íhluti rafkerfis samkvæmt teikningu
    • nýta helstu tæki við bilanaleit
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.