Grunnatriði ljósfræði og lýsingartækni. Farið yfir ýmsar gerðir ljóskera og íhluti tengda þeim. Stilling ljóskera. Lög og reglugerðir um ljósabúnað vélhjóla og skyldra farartækja. Farið í meðferð og viðhald rafgeyma og öryggisatriði rafgeyma, meðferð sýru og vetnismengun.
RAVV2TL03
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim þáttum sem hafa áhrif á endingu rafgeyma og öryggisatriði tengd rafgeymum
ljósbúnaði vélhjóla og skildra farartækja
lögum og reglugerðum um ljósbúnað vélhjóla
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
prófa rafgeyma
prófa ljósabúnað
stilla aðalljós og önnur ljós er krefjast stillingar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hirða um rafgeyma
finna bilanir í ljósabúnaði
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.