Felgugerðir og stærðir og áhrif þeirra á vélhjólið
BRHV2FH02
None
Bremsu- og hjólabúnaður vélhjóla
felgugerðir, felgustærðir, hemlunarafköst
for inspection
2
2
AV
Farið yfir ýmis hugtök svo sem kraft, þyngd, vogararma, snúningsvægi, núning og núningsstuðul. Fjallað um hreyfiorku, tregðulögmálið og hemlunarafköst. Farið yfir eðli þeirra og áhrif á vélhjólið. Farið yfir mismunandi felgugerðir og hvernig á að teina upp gjörð, rétta af gjörð og herða teina. Farið yfir mismunandi felgustærðir og helstu gerðir dekkja svo sem þurrdekk, regndekk og torfærudekk. Farið yfir ýmsar aðferðir við umfelgun.
Að minnsta kosti 5 einingar í vélfræði/vélstjórn
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim kröftum sem eru virkir í vélhjólum við hemlun
núningi og hemlunarafköstum
mismunandi felgu- og dekkjagerðum
því sem þarf að varast við umfelgun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
reikna út núningskrafta og hemlunarafköst
skoða ástand dekkja og gjarða
skipta um gjarðir
umfelga dekk
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta ástand dekkja og gjarða
teina upp gjörð og herða teina
rétta af gjarðir
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.