Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1446848421.47

    Umhirða vélsleða og fjórhjóla
    VFJÓ2BB03
    None
    Vélsleðar og fjórhjól
    belti, blöndungur, drifbúnaður, kúpling
    for inspection
    2
    3
    AV
    Farið yfir þróun vélsleða til dagsins í dag. Farið yfir mismunandi byggingarlag og fjöðrun á búkka í vélsleðum og umhirðu þeirra. Mismunandi gerðir af beltum skoðaðar og farið yfir mikilvægi þess að belti sé rétt strekkt. Farið ítarlega í vinnumáta kúplinga í stiglausu reimdrifi, áhrif mismunandi þyngda á vigtum og stífleika á gormi í fremri kúplingu skoðuð ásamt mismunandi stillingum á virkni afturkúplingar með tilliti til bakskiptingar. Farið yfir stillingar á blöndungi tvígengisvélar með tilliti til breytilegs hitastigs og loftþrýstings vegna hættu á úrbræðslu. Farið almennt yfir umhirðu vélsleða og fjórhjóla. Farið yfir drifbúnað og fjörðun fjórhjóla, t.d. öxla, mismunadrif ofl.
    Að minnsta kosti 5 einingar í vélfræði/vélstjórn
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eiginleikum stiglauss reimdrifs
    • aðferðum til að meta hættu á úrbræðslu tvígengisvéla
    • aðferðum við að stilla afstöðu vélar rétt í stiglausu reimdrifi
    • helstu íhlutum drifbúnaðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • strekkja belti í vélsleða
    • stilla afstöðu vélar rétt í stiglausu reimdrifi
    • skoða kerti í vélsleða með tvígengisvél
    • framkvæma nauðsynlegar viðgerðir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • yfirfara kúplingar í stiglausu reimdrifi
    • meta hættu á úrbræðslu
    • meta ástand drifbúnaðar fjórhjóla
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.