Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1446848655.9

    Aðgreining smávéla og fyrirbyggjandi viðhald
    SMÁV2BM03
    None
    Smávélar
    bilanagreining, mat á ástandi smávéla
    for inspection
    2
    3
    AV
    Farið yfir helstu gerðir smávéla svo sem: sláttuvélar, sláttuorf, rafstöðvar, vatnsdælur o.fl. Skoðaðar eru vélar og farið í hvað greinir þær frá öðrum og hvar áherslur liggja í fyrirbyggjandi viðhaldi. Áfanginn er að miklu leyti verklegur þar sem nemendur taka sundur, setja saman, bilanagreina og meta ástand hinna ýmsu smávéla.
    Að minnsta kosti 5 einingar í vélfræði/vélstjórn
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu gerðum smávéla á markaði
    • kröfum framleiðanda til fyrirbyggjandi viðhalds smávéla
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • bilanagreina helstu smávélar
    • taka sundur og setja saman helstu gerðir smávéla
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta ástand smávéla
    • gera áætlun um viðgerð
    • gera við helstu gerðir smávéla
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.