Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1447250476.06

    Vinnuvernd og verkfæri á verkstæðum
    BVVE1ÁV02
    1
    Verkstæðisfræði
    umgengni, verkfæri, áhöld
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    AV
    Farið yfir vinnuverndarmál, svo sem reglur um heilbrigði, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, ýmsar hættur í störfum og örugg vinnubrögð. Skoðuð áhöld og verkfæri sem notuð eru á ökutækjaverkstæðum. Skoðuð sérverkfæri og áhöld til sérgreindra verka. Farið yfir notkunarsvið og vinnuverndaratriði sem tengjast ýmsum verkstæðisbúnaði, einkum málmsuðutækjum, lyftitækjum, þrýstilofts- og rafknúnum tækjum og aflverkfærum. Fjallað um hættuleg efni og eitrunarhættu og bruna- og sprengihætta. Mikilvægi þess að íhuga hættur og þekkja viðbrögð við óhöppum. Hreinlæti og meðferð úrgangs og spilliefna. Áhersla á fagmennsku við alla þætti sem snerta starfið. Farið yfir helstu gerðir vökva í vélbúnaði: olíur, glussa, kælivökva, bremsuvökva osfrv. Fjallað um staðla, hugtök og eiginleika. Áhersla á mikilvægi þess að velja rétta tegund og afleiðingar mistaka í vali.
    Að minnsta kosti 5 einingar í vélfræði/vélstjórn
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • almennum og sérstökum hættum sem fylgja störfum á ökutækjaverkstæðum og valdið geta slysum, sjúkdómum og skemmdum á verðmætum
    • persónulegum öryggisbúnaði og reglum um notkun hans
    • öryggis- og hlífðarbúnaði sem er á tækjum eða verkfærum
    • helstu verkfærum og sérverkfærum sem notuð eru á ökutækjaverkstæðum, notkun þeirra og umhirðu
    • algengum skrúffestingum og lyklastærðum
    • helstu gerðum og eiginleikum vökva sem notaður er í ökutækjum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita áhöldum og verkfærum sem eru til staðar á ökutækjaverkstæðum
    • nota persónulegan öryggisbúnað
    • nota hugtök sem tengjast greininni
    • beita verkstæðisbúnaði s.s. málmsuðutækjum, aflverkfærum og ýmsum léttitækjum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra hugtakið fagmennska
    • útskýra reglur um hreinlæti og meðferð úrgangs og spilliefna
    • útskýra samábyrgð allra á vinnustaðnum um örugg vinnubrögð
    • meta ástand almennra áhalda og verkfæra sem notuð eru á ökutækjaverkstæðum
    • lýsa meðferð, hirðu og beitingu almennra áhalda og verkfæra sem notuð eru á verkstæðum
    • lýsa notkun og meðferð verkstæðisbúnaðar: málmsuðutækja, lyftitækja, þrýstilofts- og rafknúinna tækja, aflverkfæra og ýmissa léttitækja
    • velja rétta tegund olíu, demparavökva, bremsuvökva osfrv. í það tæki sem unnið er við hverju sinni.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.