Fyrri undibúningsáfagni í stærðfræði. Helstu viðfangsefni eru talnareikningur, algebra, jöfnur, hlutföll og prósentur, tvívítt hnitakerfi og jafna beinnar línu. Áhersla er lögð á dæmareikning með uppsettum dæmum til að þjálfa vel grunnatriðin og efla sjálfstraust nemenda gagnvart stærðfræði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Grunnreikniaðgerðunum fjórum
Forgangsröð aðgerða
Einföldum veldareikningi
Almennum brotum
Grunnatriðum í algebru
Einföldum hlutfalla og prósenturreikningi
Tvívíðu hnitakerfi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Reikna einföld dæmi án reiknivélar
Liða og einfalda algebrustæður
Leysa uppsettar fyrsta stigs jöfnur
Vinna með hlutföll og leysa einföld prósentudæmi
Vinna með jöfnu beinnar línu, finna hallatölu og skurðpunkta við ása hnitakerfis
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Skrá lausnir sínar skipulega
Skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
Beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.