Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1451303254.83

    Kortalestur og útivist
    ÚTIV1RK03(SS)
    3
    Útivist
    Rötun, ferðaskipulag, kortalestur
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    SS
    Grunnur áfangans eru stuttir praktískir fyrirlestrar um gönguferðir, s.s. undirbúningur og búnaður í slíkum ferðum, fyrsta hjálp í óbyggðum, kortalestur og rötun, kynning á notkun GPS punkta, staðhættir og náttúrfar áfangastaða, ásamt gildi útivistar sem heilsuræktar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi rétts búnaðar í útivist
    • veðurspá
    • uppbyggingu landakorta
    • virkni áttavita
    • notkun GPS tækja
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að lesa af korti
    • að reikna vegalengdir á korti út frá upplýsingum á því
    • að ganga eftir áttavita
    • nota GPS tæki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • að meta aðstæður m.t.t. ferðaáætlunar, veðurs, búnaðar og markhóps
    • nýta áttavita, GPS-tæki og kort til að komast frá einum stað á annan
    Áhersla er lögð á verkefnavinnu