Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1452775747.64

    Náttúrufræði - Vísindi í tölvuleikjum
    NÁTT3TÖ05
    4
    náttúrufræði
    Vísindi í tölvuleikjum
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í þessum áfanga eru mismunandi þættir vísinda skoðuð í heimi tölvuleikja. Eðlisfræðileg lögmál eru skoðuð nánar ásamt, stjörnufræði, hagfræði, stærðfræði og leikjafræði. Að miklu leyti verður notast við tölvuleikinn EVE Online en nemendur verða geta spilað hann á eigin tölvu.
    STÆR3DM05 og samhliða EÐLI2KA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sambandi staðsetningar, hraða og hröðunar hluta
    • grunnhugtökum í hagfræði
    • ýmsum stjarnfræðilegum eiginleikum reikistjarna
    • grunnhugtökum í leikjafræði
    • ýmsum eðlisfræðilegum fyrirbærum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota excel til að finna bestun lausnamengis
    • nota þekkingu í stærðfræði í bestun lausnamengis
    • nota þekkingu í eðlisfræði í bestun lausnamengis
    • nota þekkingu í líkindafræði í bestun lausnamengis
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
    • bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • vinna í hóp til þess að leysa raunveruleg vandamál með eðlisfræði og stærðfræði
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.