Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1453910857.03

    Fiskeldi
    FSKE2EL06(FT)
    1
    Fiskeldi
    Fiskeldi
    Samþykkt af skóla
    2
    6
    FT
    Áfangi um fiskeldi sem er ætlaður fólki í atvinnulífinu. Fiskeldisfólk vinnur oftast með öðrum og þarf því að vera lipurt í mannlegum samskiptum auk þess að vera fært um að meðhöndla sjávarfang og vörur unnar úr því á viðeigandi hátt. Í náminu er lögð áhersla á að þátttakendur læri að læra og efli sjálfstraust sitt. Námsárangur er byggður á frammistöðu og ábyrgð einstaklings sem og samvinnu og samábyrgð allra sem koma við sögu námsins. Námsárangur er ekki aðeins vitnisburður um frammistöðu einstaklings heldur einnig vitnisburður um aðstæður til náms og árangur af samvinnu námsmanna og leiðbeinenda. Námsefni, framsetningu og framvindu náms verður að sníða eftir forsendum þátttakenda. Aðbúnaður og aðstaða verða að hæfa fullorðnu fólki.
    Engar kröfur eru gerðar til skólagöngu áður en nám hefst. Námsmenn gangast ekki undir formleg próf. Námsmenn eru fullorðið fólk, á misjöfnum aldri, með mislangan starfsaldur og í ólíkum störfum. Reynsla þeirra er því afar misjöfn og misjafnt hve langt er um liðið frá því þeir voru síðast í skóla.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þekkja til þróunar eldis á heimsvísu
    • þekkja ýmsar líffræðilegar forsendur fiskeldis
    • þekkja til helstu sjúkdóma í íslensku fiskeldi
    • þekkja ýmsa þætti sem tengjast daglegri umhirðu fiska.
    • kynnast daglegri vinnu í fiskeldisstöð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • geti fengist við störf sem tengjast daglegri umhirðu fiska
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla upplýsingum um sjúkdóma í íslensku fiskeldi
    • greint sýkingar helstu sjúkdóma sem koma upp í íslensku fiskeldi