Áfanginn byggir að talsverðu leyti á sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda, heimildaleit, verkefnavinnu, úrvinnslu og framsetningu efnis. Til grundvallar liggja 8 efnisflokkar og miðað er við að kennari velji a.m.k. 6 efnisflokka til umfjöllunar. Þeir eru:
• Kvennasaga, kynjasaga og femínísk saga. Hver er munurinn?
• Hugmyndir um kosningarétt á 19. öld á Íslandi
• Rauðsokkur
• Kvennalistinn
• Hugmyndafræði og tengsl hennar við kvennabaráttu og sögu kvenna
• Konur og stjórnmál
• Konur og menntun
• Vald
SAGA2MN05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
völdum þáttum úr sögu kvenna og kvennabaráttu 19. - 21. aldar
helstu hugtökum sem snúa að stöðu kvenna
mismunandi tegundum heimilda, aðferðum við heimildaleit og grunnþekkingu í heimildarýni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
þekkja meginstrauma í rannsóknum sem varða tengsl kvenna, baráttu þeirra og stjórnmál á 19. og 20. öld
þekkja grundvallarhugtök og kenningar sem fram koma í fræðilegri umræðu um konur, kvennabaráttu og stjórnmál
þekkja til og skilja rannsóknir á sögu kvenna á Íslandi á 19. og 20. öld
setja stöðu kvenna og baráttu þeirra fyrir jafnrétti í sögulegt samhengi
skilja tengsl þekkingar, fræða og baráttu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta stöðu kynjanna í samfélaginu í dag
koma söguþekkingu sinni og söguskilningi á framfæri með fjölbreyttum hætti
geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um kvennabaráttu og femínisma
sýna umburðarlyndi og víðsýni gagnvart kvennabaráttu.