Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1454679400.2

    Líkamsrækt og heilsuefling 3
    LÍKA1HL02
    8
    líkamsrækt
    Mikilvægi heilsuræktar og heilbrigðs lífsstíls
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í áfanganum læra nemendur um mikilvægi líkams- og heilsueflingar. Tímar í áfanganum eru bóklegir og verklegir þar sem leitast er við að tengja bóklega fræðslu með beinum hætti inn í verklega hlutann. Fjallað er almennt um þætti sem tengjast lífsgleði og heilsu og hve hreyfing og rétt mataræði eiga stóran þátt í því að fólki líði vel í hinu daglega lífi. Fjallað er um uppbyggingu heilsusamlegs mataræðis, flokkun næringarefna og mikilvægi þeirra til viðhalds og vaxtar. Einnig öðlast nemendur þekkingu á grunnþáttum líkamsþjálfunar hvað varðar þol-, styrktar- og liðleikaþjálfun og fá að kynnast þeim líffræðilegu þáttum sem gegna mikilvægu hlutverki þegar líkami er í hreyfingu/þjálfun, s.s. uppbyggingu vöðvakerfis, hjarta- og blóðrásarkerfis og loftskipta/öndunar. Fjallað er um meiðsli í tengslum við æfingar og fyrirbyggingu þeirra, áhrif tóbaks og áfengis á líkamann og mikilvægi góðrar líkamsbeitingar í starfi. Einnig er farið í skipulagningu eigin þjálfunar þar sem nemendur fá innsýn í þá þætti sem þarf að hafa til hliðsjónar þegar útbúin er æfingaáætlun.
    LÍKA1HH01 (LÍH1B01)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi heilsuræktar og heilbrigðs lífsstíls.
    • grunnþáttum þjálfunar, s.s. upphitun, þolþjálfun, styrktarþjálfun og liðleikaþjálfun.
    • uppbyggingu vöðvakerfis, hjarta-og blóðrásarkerfis og loftskipta/öndunar.
    • meiðslum í tengslum við æfingar og hvernig helst megi fyrirbyggja slík meiðsli.
    • tengslum mataræðis og þjálfunar.
    • uppbyggingu heilsusamlegs mataræðis, flokkun næringarefna og hlutverki þeirra.
    • áhrifum tóbaks og áfengis á líkamann.
    • byggingu og hlutverk hryggjarins, mikilvægi réttrar líkamsstöðu og áhrifum slökunar.
    • skipulagningu þjálfunar og hvernig á að útbúa eigin æfingaáætlun.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sér þekkingu um mikilvægi heilbrigðs lífernis í daglegu lífi.
    • nýta sér þekkingu um grunnþætti þjálfunar í eigin þjálfun.
    • temja sér hollt og gott mataræði í tengSlum við daglegt líf og hreyfingu.
    • nýta sér undirstöðuatriði líkamsbeitingar og slökunar í daglegu lífi og eigin þjálfun.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • flétta reglubundna hreyfingu inn í daglegt líf sem metið er með spurningalistum.
    • skilja mikilvægi hæfilegrar áreynslu á áðurnefnda líffræðilega þætti sem metið er með tilraunum.
    • fyrirbyggja algeng álagsmeiðsl sem metið er með verkefnum.
    • tileinka sér hollar og fjölbreyttar fæðuvenjur sem metið er með spurningalistum og matardagbók.
    • lesa innihaldslýsingar á matarumbúðum sem metið er með verkefnavinnu.
    • vera meðvitaður um skaðleg áhrif tóbaks og áfengis sem metið er með umræðum og verkefnum.
    • vera meðvitaður um rétta líkamsbeitingu við dagleg störf sem metið er með verklegum æfingum.
    • skipuleggja eigin hreyfingu þannig að hún snerti á öllum grunnþáttum þjálfunar sem er metið með verkefnum.
    Námsmat byggir á ástundun og virkni, heimaverkefnum, matardagbók, þátttöku nemandans og virkni í umræðum og tilraunum, jafnt í bóklegum og verklegum tímum. Skriflegt lokapróf. Leiðsagnarmat er markvisst notað.