Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455717969.62

    Heimildaritgerð og heimildanotkun í heilbrigðisvísindum
    UPPT1ÁH02
    24
    upplýsingatækni
    meðferð og áreiðanleiki heimilda, uppsetning ritgerða
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    AV
    Í áfanganum er farið yfir upplýsingaleit á netinu m.a. skoðaður gagnagrunnar fyrir heilbrigðisvísindi, leitað verður í þessum gagnagrunnum að upplýsingum og nauðsyn þeirra metin. Fjallað er um uppsetningu ritgerða, áreiðanleika heimilda og uppsetning ritgerða samkvæmt APA tilvísunarkerfinu.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • upplýsingaleit í heilbrigðisvísindum og mat á áreiðanleika þeirra
    • gerð heimildaritgerða og heimildanotkun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leita á vefnum að upplýsingum um heilsu, heilbrigði og hjúkrun og meta trúverðugleika þeirra
    • skrifa heimildaritgerð skv. APA heimildaskráningakerfinu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér heilbrigðisgagnagrunna á netinu
    • meta áreiðanleika heimilda á netinu
    • skrifa heimildaritgerð samkvæmt viðurkenndum aðferðum
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.