Í áfanganum er fjallað um gagnvirk áhrif einstaklings og samfélags. Nemendur kynnast því hvernig félagsfræðin skoðar samband einstaklings og samfélags með hugtökunum menning, samfélag, félagsmótun, fjölskylda og stjórnmál. Námið í áfanganum felst í því að nemandinn tileinkar sér helstu hugtök félagfræðinnar svo sem gildi, viðmið, félagslegt taumhald, hnattvæðingu, fjölmenningu, hlutverk, stöðu, sjálfsmynd og notar þau til að greina umhverfi sitt nær og fjær. Fjallað er um þróun íslensks samfélags og megineinkennum þess lýst. Sérstök áhersla er lögð á að fjalla um félagsmótun einstaklingsins almennt, málefni fjölskyldunnar, kynhlutverk og mikilvægi stjórnmála í síbreytilegum heimi. Þá er fjallað að hluta um félagsfræðina sem fræðigrein og námsgrein og helstu frumkvöðlar hennar eru kynntir.
Hæfnieinkunn C í samfélagsgreinum úr grunnskóla eða 1. þrep í íslensku
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnhugtökum félagsfræðinnar
tengslum gilda og viðmiða og með hvaða hætti þau tengjast almennu siðferði
ólíkum félagsmótunaraðilum sem hafa áhrif á mótun einstaklings og umhverfis
mismunandi fjölskyldugerðum og hjúskaparháttum
uppbyggingu íslensks stjórnkerfis m.t.t. þrískiptingu ríkisvalds, þingræðis og lýðræðis
ólíkum félagsmótunaraðilum sem hafa áhrif á mótun einstaklings og umhverfis
þróun félagsfræðinnar og helstu frumkvöðlum hennar
gagnsemi félagsfræðilegrar umræðu um samfélagsleg málefni líðandi stundar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér fjölbreytilegra upplýsinga um mismunandi menningarsamfélög
útskýra helstu áhrif sem félagsmótunaraðilar hafa á börn og unglinga
vinna með upplýsingar um mismunandi fjölskyldugerðir og hjúskaparhætti á hagnýtan og fjölbreytilegan hátt
útskýra skilmerkilega uppbyggingu og boðleiðir í íslenska stjórnkerfinu
beita samanburði á mismunandi hugmyndafræði stjórnmála
fjalla skilmerkilega um samfélagsleg málefni bæði munnlega og skriflega
vega og meta upplýsingar með gagnrýnu hugarfari og að greina á milli rökræðu og kappræðu um samfélagsleg málefni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
leggja mat á upplýsingar um menningar- og samfélagstengd málefni líðandi stundar
leggja mat á fordóma gagnvart tilteknum menningar- og þjóðfélagshópum og greina mögulegar ástæður þessara fordóma
tengja félagsfræðileg hugtök við daglegt líf og sjá notagildi þeira
leggja mat á eigin félagsmótun og efla eigin sjálfsmynd
tileinka sér viðhorf sem einkennast af almennum jafnréttissjónarmiðum og taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi
viða að sér efni og skrifa heimildaritgerð um afmarkað viðfangsefni
taka þátt í rökræðum um samfélagsleg málefni
takast á við frekara nám í félagsfræði og öðrum samfélagsgreinum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá