Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455806260.32

    Þróun menningar og samfélaga frá landbúnaðarbyltingu til landafunda
    SAGA1ÞM05
    25
    saga
    Þróun menningar og samfélaga
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn fjallar um uppruna vestrænnar menningar og lýsir framvindu hennar í grófum dráttum frá fornöld og fram til loka miðalda. Jafnframt er ljósi varpað á uppruna íslenskrar menningar og tengsl við hina evrópsku. Megináhersla er fremur lögð á þróun menningar og samfélaga en beina atburðasögu.
    Hæfnieinkunn C í samfélagsgreinum úr grunnskóla eða 1. þrep í íslensku
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu einkennum ólíkra tímaskeiða
    • menningu fornþjóða við Miðjarðarhaf og evrópskra miðalda
    • sögulegu samhengi í þróun evrópskrar menningar frá fornöld til landafunda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita einföldum sögulegum orsakaskýringum
    • leita sér þekkingar um söguleg efni og taka þátt í samræðum um þau
    • miðlað þekkingu sinni á skipulegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • öðlast skilning á uppruna eigin menningarheims
    • beita þekkingu sinni til að þroska eigin söguvitund
    • þekkja uppruna helstu menningarfyrirbæra samtímans sem eiga rætur að rekja til menningar Miðjarðarhafssvæðisins í fornöld og til evrópskra miðalda
    • átta sig á tengslum úthafssiglinga Evróumanna á miðöldum við hnattvæðingu og fjölmenningu samtímans
    • öðlast innsýn í hversu samþætt örlög ólíkra þjóða eru í raun
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá