Í áfanganum er farið yfir undirstöðuatriði tölfræðinnar og líkindareiknings. Einnig er farið yfir samantektir, umraðanir, mengjareikning og rökfræði.
Í tölfræðihlutanum er unnið með einkennistölur talnasafna og bæði fengist við útreikninga og myndræna framsetningu.
STÆR2ML05 eða STÆR2VM05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
öryggismörkum, fylgni og tilgátuprófunum
líkindareikningi, umröðunum og samantektum
grunnaðgerðum rökfræðinnar
samantektum og umröðunum og geti notað þær til að finna líkindi
skilyrtum líkindum og geti gert líkindatré til stuðnings
hugtakinu fylgni
tilgátum og geti notað normaldreifingu til tilgátuprófana
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
reikna tvíkostadreifingu, nota tvíliðaformúluna
reikna út normaldreifinginu, Z-stig og öryggisbil
nota tíðnitöflu og geti fundið meðaltal og staðalfrávik
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nota gagnasöfn og tíðnitöflur
nota myndrit
reikna út miðsækni, meðaltal, tíðasta gildi, miðgildi
reikna út dreifingu, staðalfrávik, meðalfrávik, seiling
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá