Í áfanganum öðlast nemendur þekkingu á undirstöðuatriðum skyndihjálpar og færni í að veita fyrstu hjálp. Nemendur kynnast streitu í neyðartilfellum, tilfinningalegum viðbrögðum eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænum stuðningi og hvernig forðast má sýkingar. Nemendur kynnast fjórum skrefum skyndihjálpar og hvernig bregðast skal við ólíkum áverkum. Einnig læra nemendur á hjartastuðtæki og beita því til endurlífgunar.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig mat á slösuðum einstaklingi á slysstað er framkvæmt
hugmyndafræði skyndihjálpar og áfallahjálpar
framkvæmd endurlífgunar og notkun hjartastuðtæki
blæðingum og viðbrögðum við lostástandi
hættum vegna aðskotahluta í öndunarvegi
helstu tegundum sára, umbúða og sárabinda
helstu tegundum brunasára og skyndihjálp vegna brunasára
helstu áverkum á líkama
fyrstu viðbrögðum við kali, ofkælingu og ofhitnun
fyrstu viðbrögðum vegna bráðra sjúkdóma, eitrana, bits og stungna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
framkvæma mat og skoðun á slösuðum einstaklingum
flytja slasaðan einstakling af slysstað á öruggan hátt
framkvæma blástursmeðferð og hjartahnoð
nota hjartastuðtæki
losa aðskotahluti úr öndunarvegi
búa um sár og velja umbúðir við hæfi
stöðva blæðingu og búa um blæðandi sár
beita viðeigandi meðferð við losti
spelka útlimi eftir áverka/tognanir
veita fyrstu hjálp vegna brunasára
veita fyrstu hjálp vegna kals, ofkælingar og ofhitnunar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta aðstæður á slysstað og bregðast við þeim á viðeigandi hátt
vera tilbúinn að veita skyndihjálp vegna bráðra sjúkdóma, meðvitundarleysis, slysa, líkamlegra og sálrænna áverka
Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið (leiðsagnarmat). Nemendur þurfa að ljúka verklegum æfingum til að standast kröfur áfangans.
Meðal námsmatsþátta er frammistaða í hóp- og einstaklingsverkefnum og verklegum æfingum.