Í áfanganum öðlast nemendur þekkingu og færni á hinum almenna vinnumarkaði. Nemendur kynnast nokkrum vinnustöðum og halda dagbók um störf sín þar. Nemendur kynnast hugtakinu starfsmannastefna og atriðum sem skipta máli varðandi góðan anda á vinnustað. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur læri að gera ferilskrá og átti sig á því hvaða atriði skipta máli þegar sótt er um starf.
Engar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
réttindum og skyldum á vinnumarkaði
mikilvægi góðra samskipta á vinnustað
hugtakinu starfsmannastefna
gerð starfsferilsskrár
grundvallaratriðum sem hafa ber í huga þegar sótt er um starf.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
gera starfsferilsskrá
bera sig rétt að við að sækja um starf
vinna verk sem honum eru falin á vinnustað.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna þau verk sem honum eru falin á vinnustað á fullnægjandi hátt ...sem er metið með... frammistöðu nemandans á vinnustað
gera starfsferilsskrá og sækja um það starf sem hann óskar sér ...sem er metið með... skriflegri starfsferilsskrá og starfsumsókn
auka færni sína til tjáningar á eigin skoðunum og samskipta við annað fólk ...sem er metið með... frammistöðu á vinnustað og í kennslustundum og verkefnum.
Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggir á því að nemandi fá með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvar hann stendur í náminu. Meðal námsmatsþátta er frammistaða á vinnustað, starfsferilsskrá, starfsumsókn, dagbókarskrif og ýmis önnur verkefni tengd vinnumarkaði.