Áfanginn fjallar um þroska barna frá getnaði að kynþroska, en að mjög takmörkuðu leyti um þroska eftir það. Mismunandi þroskaferlar eru skoðaðir, mest líkamsþroski og vitsmunaþroski, en einnig persónuleiki, hreyfiþroski, málþroski, stundum félagsþroski og eða siðferðisþroski. Fjallað er um ýmis vandamál barna og unglinga eins og geð- eða þroskaraskanir, námsvandamál, steitu og álag, t.d. vegna skilnaðar eða dauða foreldra, eineltis og fleira. Samskipti eru til umfjöllunar, agi og uppeldisaðferðir sem virka vel. Hluti áfangans er breytilegur því að nemendur geta valið sér efni til að kynna öðrum nemendum. Nemandi gerir rannsókn í anda Piagets og kennir samnemendum eitthvert efni auk þess að gera fjölda verkefna bæði fræðileg og persónuleg sem stuðla að sjálfsþroska og -skilningi.
SÁLF2IS05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
viðfangsefnum þroskasálfræðinnar
svolitlu um sögu hennar
þeim vinnubrögðum og siðareglum sem tíðkast í greininni
kenningum um líkams- og hreyfiþroska, vitsmunaþroska, málþroska og félagsþroska
hvernig ólíkar kenningar hafa skýrt þroska barna (t.d. atferlisstefna, sálkönnun og fl.)
vandamálum barna bæði líkamlegum, þroskatengdum og tilfinningalegum
helstu þáttum fósturþroska
þroskun heila í grófum dráttum
helstu stigum málþroska og jafnvel röskunum á honum
helstu geðröskunum og þroskaröskunum barna/unglinga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
kynna sér eitthvert efni (með traustum heimildum) og kynna það munnlega eða skriflega fyrir öðrum
skrifa stuttan fræðilegan texta, byggðan á traustum heimildum sem vísað er til samkvæmt reglum
útskýra hugtök greinarinnar
greina áhrifavalda í eigin uppeldi og þroska og geta greint að einhverju leyti hvernig fjölskylda og aðstæður hafa mótað persónuleikann og sjálfsmyndina
spjalla við börn miðað við þeirra þroskastig
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina á hvaða stigi greindarþroska barn er út frá svörum þess við spurningum og hegðun
beita hugtökum greinarinnar til dæmis varðandi greindarþroska og málþroska
átta sig á að koma fram við börn í vanda á tilhlýðilegan hátt
miða samtöl og upplýsingamiðlun við þroska barns sem talað er við
gera sér grein fyrir því að börn eru ekki litlir fullorðnir einstaklingar heldur sjá heiminn á annan hátt
afla og miðla traustum upplýsingum munnlega eða skriflega til annarra (samnemenda) á skipulegan hátt og líka að meta árangur upplýsingamiðlunar (kenna, sem er góð lærdómsleið)
átta sig á mögulegum einkennum vanrækslu, þroskaröskunar, námsvanda og fleiri vandkvæða sem börn og unglingar geta átt í
hanna og framkvæma eigin rannsókn í anda Piagets. Setja niðurstöður fram í vandaðri skýrslu og túlka þær samkvæmt kenningum hans
ala upp eigin börn eða annarra (vinna með börn) af meiri þekkingu og skilningi
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá