Í þessum áfanga í efnafræði er farið í hugtök og unnið með þekkingu úr grunnatriðum efnafræðinnar. Jafnframt því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru við kennslu í þessari grein. Lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru ýmis grunnatrið eins og t.d. hrein efni og efnablöndur, eiginleikar efna, mælistærðir og tölur, markverðir tölustafir og óvissa, uppbygging atóma, jóna og sameinda, efnatákn og helstu efnabreytingar, lotukerfið, nafnakerfi ólífrænna efna, mólhugtakið, hlutföll í efnajöfnum, helstu tegundir efnabreytinga, styrkur lausna og þynningar, rafeindaskipan atóma og jóna.
Hæfnieinkunn C í náttúrufræði úr grunnskóla
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
meðferð og notkun talna í náttúruvísindum
uppbyggingu atóma, jóna og sameinda
efnatáknum og helstu tegundum efnabreytinga
mólhugtakinu
hlutföllum efna í efnajöfnum
mólstyrk efna í vatnslausn
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
meðhöndla tölur og mælistærðir í efnafræði
nota lotukerfi og jónatöflu
setja upp efnajöfnu og stilla hana
beita mólhugtakinu og vinna með tengsl þess við hlutföll í efnajöfnum
skrifa rafeindaskipan atóma og nota hana til að spá fyrir um hleðslu jóna
framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
nota gögn eins og lotukerfi, jónatöflur og aðrar töflur við lausn verkefna
lesa úr efnatáknum og efnajöfnum
gera sér grein fyrir samspili efnafræði, stærðfræði og annarra raungreina
meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá